Snorri Barón býður stúlkunni sem varð fyrir hrottalegu líkamsárásinni fram aðstoð sína!

Snorri Barón Jónsson varð vitni af því þegar karlmaður réðst á unga konu á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Háaleytisbrautar. 

Snorri og Jens vinur hans komust ekki í tæka tíð til að stoppa manninn frá því að lumbra á henni, en hann flúði allavegana þegar þeir komu.

Nú reynir Snorri á mátt Facebook því hann vill koma því til stúlkunnar að ef hana vantar einhverja aðstoð þá vill hann glaður hjálpa til.

Er hugsi yfir atviki sem ég varð vitni að í hádeginu.

Fullvaxta karlmaður gekk hrottalega í skrokk á ungri konu uppi á gangstétt á mótum Kringlumýrarbrautar og Háaleytisbrautar eftir að hafa orðið ósáttur við að bíllinn sem hún ók skagaði lítillega inná gangbrautina. Hann byrjaði á að sparka í bílinn hennar og garga duglega á hana. Hún fór út úr bílnum og til að ræða við hann og þá hjólaði hann bara í hana. Við Jens vorum fastir á rauðu ljósi hinum megin við og gátum ekki brugðist við fyrr en hann var búinn að ná að lumbra ansi duglega á henni, henda henni inn í runna og stappa á henni þar.

Um leið og við náðum að bruna yfir til þeirra og negla bílnum upp á gangstéttina þá tók hann á rás. Ég skokkaði nokka metra á eftir honum en fattaði fljótt að ég var ekki að fara að ná honum. Jens fór beint til stelpunnar til að hlúa að henni. Hún var talsvert þjáð og var að sjálfsögðu einnig í áfalli. Hún hafði miklar áhyggjur af bílnum sem hún var að keyra því hann væri ekki í hennar eigu. Ef eigandi bílsins er ekki að fara að sýna því skilning að hún varð tilviljanakennt fyrir alvarlegri líkamsárás þá er fokið í flest skjól.

Lögreglan, sjúkrabíll sem og fjölmörg vitni komu skömmu síðar á vettvang. Skýrslur voru teknar og stelpunni komið í öruggt skjól. Gaurinn var handtekinn skömmu síðar þannig að hann er mættur á framtíðarheimili sitt og vonandi verður hann þar bara sem lengst.

Ef einhver hér þekkir til stelpunnar sem varð fyrir árásinni þá myndi ég gjarnan vilja að hún fengi þau tíðindi að ef hana vantar einhverja aðstoð þá skal ég glaður hjálpa til.

Auglýsing

læk

Instagram