Stjörnur ræða um reiðisvipinn (Resting Bi*ch Face) sem birtist óvænt á ljósmyndum – myndband!

Auglýsing

Það að segja að einhver sé með „Resting Bitch Face“ getur í sumum tilfellum verið notað til að niðurlægja fólk. Hér skoðum við hins vegar fyrirbrigðið til gamans án þess að leggja neinn dóm á þá sem eru stundum með RBF svip – andlit eru jafn mismunandi og þau eru mörg.

Samkvæmt skilgreiningu þá er Resting Bitch Face (RBF) svipur sem fólk sýnir þegar það slakar alveg á vöðvum í andliti svo það virðist vera reitt, pirrað, merkilegt með sig eða einfaldlega með stjörnustæla. Það skrítna er að þegar myndir af þekktu fólki með RBF svip eru lagðar fyrir fólkið sjálft þá hefur svipurinn ekkert með tilfinningar eða hugarástand að gera.

Þetta er bara hvíldarsvipur sem getur komið alveg óháð aðstæðum enda kemur í ljós að sumir eru myndaðir með þennan RBF svip við gleðistundir þar sem þeim líður mjög vel.

Auglýsing

Vísindamenn hafa kannað hvort fólk með RBF svip sé eitthvað öðruvísi en það eru víst engin tengsl milli skapgerðar og RBF svipsins. Hér að neðan eru hressir aðilar að ræða um myndir sem náðust af þeim með RBF svip sem getur í sumum tilfellum verið fyndið umræðuefni.

Auglýsing

læk

Nýjast á menn

Instagram