Vélmenna górilla uppgötvaði NÝJA hegðun hjá villtum górillum! – MYNDBAND

Auglýsing

Þau hjá kvikmyndafyrirtækinu John Downer Productions voru að velta fyrir sér hvernig þau gætu eiginlega tekið upp góðar dýralífsmyndir – án þess að menga þær með tökumanni.

Þá fengu þau frábæra hugmynd: Vélmenna dýr sem eru með innbyggða myndavél!

Í fyrsta vélmenna verkefninu þá settu þau myndavél í vélmenna górilluna og gerðu hana eins raunverulega og þau mögulega gátu. Markmiðið var að ná augnablikum sem að villtar górillur myndu annars ekki sýna okkur ef að myndatökumaður væri á svæðinu.

Og þau höfðu svo sannarlega rétt fyrir sér, því að í myndbandinu hér fyrir neðan þá sjáum við villtar górillur syngja á meðan þær borða – sem er eitthvað sem við vissum ekki áður og hefur aldrei áður verið fest á myndband.

Auglýsing

Já og svo eru þær sífretandi, sem er líka eitthvað sem þær virðast fela þegar að við mannfólkið erum nálægt.

Svona var það svo þegar að vélmenna górillan var að reyna komast í hópinn hjá villtu górillunum:

Auglýsing

læk

Nýjast á menn

Instagram