Ryksuguvélmenni í vandræðum sem enduðu flest illa – myndir

Ryksuguvélmenni eru algjör snilld en flestir hafa lent í vandræðum sem eiga slík tæki. Stundum festist ryksuguvélmennið eða flækist í einhverju. Hér eru nokkur góð dæmi um ryksuguvélmenni sem lentu í vanda sem er stundum fyndið.

Þetta vélmenni reyndi að ryksuga sundlaugarbotninn sem var orðinn skítugur.

Hér er eitt vélmenni í vanda með klósettpappír og hendir sér fram af stiganum.

Þetta er algengt að sjá þegar parket, teppi og stóll gera skynjarana óvirka.

Fjölskyldan sá þetta þegar vélmennið hafði ryksugað undir sófanum. Þetta er skinn af eiturslöngu sem er ekki eitthvað sem þú vilt finna á heimilinu. Ekki fylgir sögunni hvort þau fundu snákinn sem átti skinnið en ryksuguvélmennið er kannski að leita að honum.

Hundurinn var að brjálast á þessu vélmenni og náði í dótið sitt til að stöðva þennan ryksugu brjálæðing. Hundar eru klárari en ryksuguvélmenni sem kemur ekki á óvart enda eru þeir klárari en sumir eigendur þeirra.

Snákur og ryksuguvélmenni tókust á sem endaði svona. Það er mjög jákvætt að snákar eru ekki mikið vandamál á Íslandi.

Þetta er að vísu ekki ryksuguvélmenni heldur venjuleg ryksuga en kettir HATA ryksugur svo ekki sé meira sagt. Hér voru kettinir alls ekki sáttir þegar kveikt var á ryksugunni.

Besta myndin er geynd þar til síðast en það er einhver rosaleg útskýring sem þessi kona þarf að koma með svo við skiljum þetta. Hún virðist hafa fest hárið í ryksuguvélmenninu og getur ekki losað sig án hjálpar.

Auglýsing

læk

Instagram