Dave Grohl hefur mikið álit á Kela úr Agent Fresco: „Besti trommarinn í fokking heiminum“

Auglýsing

Trommarinn Hrafnkell Örn Guðjónsson, best þekktur sem Keli, birti myndband á Facebook af honum með engum öðrum en Dave Grohl, forsprakka Foo Fighters. Dave hefur ansi fallega hluti að segja um Kela í myndbandinu og segir að hann sé besti trommarinn í fokking heiminum. Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan.

Myndband: Átta ára gömul dóttir Dave Grohl tróð upp með Foo Fighters á Secret Solstice

Dave Grohl ætti að vita hvað hann er að tala um. Hann er sjálfur stórkostlegur trommari og barði húðirnar með Nirvana á níunda áratug síðustu aldar. Keli er að sjalfsögðu trommari Agent Fresco ásamt því að tromma stundum með Emmsjé Gauta og Úlfi Úlfi.

„Það kom mér skemmtilega á óvart að sjá þennan gaur á tónleikum Agent Fresco á Secret Solstice,“ sagði Keli og birti svo myndbandið góða.

Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan

Auglýsing

Auglýsing

læk

Instagram