Friðrik Dór samdi lag til dóttur sinnar: „Ekki stinga mig af”

Auglýsing

Tónlistarmaðurinn Friðrik Dór Jónsson birti í dag nýtt lag á Facebook síðu sinni sem hann samdi til dóttur sinnar.

Sjá einnig: Friðrik Dór sendir frá sér nýtt lag: „Fékk nóg af því að bíða eftir sumrinu”

„Ég samdi lítið lag til dóttur minnar. Hún er orðin svo stór allt í einu. Fannst það krúttlegt svona á kassagítar og ákvað að deila því með ykkur,” skrifaði Friðrik á Facebook.

Það er nóg að gera hjá honum þessa dagana en hann sendi frá sér lagið Segir Ekki Neitt í síðustu viku.

Auglýsing

Þá er enn nóg af verkefnum sem hann á eftir að klára áður en hann kveður landið og heldur í nám til Ítalíu. Friðrik mun meðal annars stýra sjónvarpsþáttunum Kórar Íslands í vetur. Í haust heldur hann kveðjutónleika í Hörpu.

Auglýsing

læk

Instagram