Jimmy Fallon gerði grín að Sigmundi Davíð í vinsælasta kvöldþætti Bandaríkjanna

Auglýsing

Jimmy Fallon gerði grín að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, fyrrverandi forsætisráðherra, skömmu eftir að hann sagði af sér á dögunum. Broti úr The Tonight Show frá því síðustu viku má sjá hér fyrir ofan.

Sjá einnig: John Oliver tók fyrir Wintris-viðtalið við Sigmund Davíð: „Eins og að horfa á bílslys sýnt hægt“

Fallon er ekki sá eini sem hefur gert grín að Sigmundi í kjölfarið á því að tengsl hans við aflandsfélagið Wintris var opinberað. Hann var einnig skotspónn Johns Oliver ásamt því að svipaður þáttur í Ástralíu tók hann fyrir.

Fallon stýrir vinsælasta kvöldþætti Bandaríkjanna. Hann einbeitti sér að nafni Sigmundar og hvernig það var borið fram í bandarískum fjölmiðlum. „Sigmúndur Davíd Gunnulgásen.“ Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan.

Auglýsing

læk

Instagram