Kristnir predikarar útskýra af hverju Guð vill að þeir eigi einkaþotur

Stutt brot úr þættinum Believers Voice of Victory sem var á dagskrá 29. desember síðastliðinn hefur vakið mikla athygli. Í brotinu útskýra predikararnir Kenneth Copeland og Jesse Duplantis af hverju Guð vill að þeir eigi einkaþotur. Horfðu á brotið úr þættinum hér fyrir ofan.

Sjá einnig: Sjónvarpspredikarar sem féfletta fólk fá á baukinn frá John Oliver

Einkaþotueign bandarískrar predikara hefur verið talsvert í umræðunni. Í sumar fengu sjónvarpspredikarar á baukinn frá sjónvarpsmanninum John Oliver í þættinum Last Week Tonight fyrir að kaupa einkaþotur fyrir peninga frá fólki sem hefur trú á mætti þeirra.

Oliver flettir ofan af þeim í innslagi sínu og notaði húmor til að benda á fáránleikann.

Í stórfurðulegu broti úr þætti sínum hér fyrir ofan útskýra Copeland og Duplantis hvernig það er ómögulegt fyrir þá að fljúga með hefðbundnum flugfélögum þar sem þeir yrðu litnir hornauga fyrir að tala við guð í háloftunum.

Horfðu á brotið úr þættinum hér fyrir ofan.

Auglýsing

læk

Instagram