Sjö konur útskrifast á sama tíma og 2.535 karlar: „Fólk finnst soldið töff að sjá stelpu í vélstjórn“

Sjö konur útskrifuðust af lokastigi vélstjórnar frá Vélskóla Íslands (sem er Tækniskólinn í dag) á árunum 1916 til 2016. Á sama tíma hafa 2.535 karlmenn útskrifast með sama próf. Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan.

Tækniskólinn og Samtök iðnaðarins hafa, í samstarfi við alla iðn- og verkmenntaskóla á landinu, hrundið af stað átaki sem ber nafnið #kvennastarf. Með átakinu er ætlunin að brjóta niður úreltar hugmyndir og benda ungu kynslóðinni á að fyrir bæði kynin eru allar leiðir færar í námi og starfi. Átakið #kvennastarf vísar til mýtu sem flestir landsmenn kannast við, mýtunnar um að eðlilegt sé að starfsgreinar flokkist í kvennastörf og karlastörf.

Sjá einnig: Guðrún Svava fékk bíladellu og skráði sig í bifvélavirkjun: „Öll störf eru kvennastörf“

Rebekka Sif, nemandi í vélstjórn, segist hafa heyrt gagnrýni frá fólki sem skilur ekki hvað stelpa er að gera í náminu. „Það eru ekkert konur í þessu. Þannig að konur þekkja þetta ekki og þora kannski ekki að fara út í þetta,“ segir hún í myndbandinu.

Fólk finnst soldið töff að sjá stelpu í vélstjórn. Það býst ekki við því.

Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan

Auglýsing

læk

Instagram