Steinhissa túristar sprengdu blöðrur af Margréti Maack á óvæntri sýningu í Austurstræti

Reykjavík Kabarett hélt óvænta sýningu í Austurstræti á dögunum. Blöðrur, eldur og skeggjuð kona með harmonikku var á meðal þess sem vegfarendur fengu fengu að sjá. Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan.

Reykjavík Kabarett sló í gegn í október á fyrstu sýningunum sínum en það seldist upp á þær. ndirbúningur hófst strax fyrir næstu sýningu sem verður á Græna herberginu 25., 26. og 27. janúar næstkomandi. Á þessari sýningu verða eingöngu ný atriði og vilja listamennirnir ekki gefa of mikið upp en eru þó til í að gefa þessar vísbendingar: Raflostmeðferð, veipstripp, slagsmál, rakarakvartett, Kate Bush, töfrabrögð, ís í boxi og lapparakstur.

Kabarettmamman Margrét Erla Maack fór til New York í desember til að sýna burlesque og hefur nú verið gerður samstarfsamningur við Slipper Room, sem Margrét segir að sé einn magnaðasti kabarettstaðurinn í borginni. Reykjavík Kabarett stefnir á að sýna á staðnum í náinni framtíð.

Slipper Room sendir svo gesti til landsins til að koma fram með Reykjavík Kabarett og sú sem verður með í sýningunum í vikunni er burlesquedansarinn Gal Friday. Hún hefur komið fram víða um heim og unnið fjölda burlesque-keppna, meðal annars Miss Coney Island. Hún hyggst nýta tímann vel í Reykjavík og kennir burlesque-námskeið í Kramhúsinu laugardaginn 29. janúar.

„Jú, það var alveg kalt þarna sko en þegar maður er að performera þá er manni hlýtt. Ég var allavega löðursveitt eftir mitt atriði. Unnur var líka með eldhúllahringi til að ylja sér við,“ segir Margrét í samtali við Nútímann.

Auglýsing

læk

Instagram