Hversu miklir smáborgarar geta sumir verið?

Auglýsing

Ég var stödd á flugvellinum í Reykjavík á mánudaginn, öllu flugi aflýst til Akureyrar, ekkert mál svo sem. Það voru mjög fáir á flugvellinum, fyrir aftan mig stóð grænlensk kona og virkaði eitthvað ráðvillt þannig að ég spurði hana hvort ég gæti eitthvað aðstoðað hana.

Hún: Já, hvað stendur fyrir aftan Nuuk þarna á skiltinu?
Ég: Það stendur að það sé á áætlun, þú verður líklega heppin og kemst heim. Ég og vinkonur mínar erum veðurtepptar.
Hún: Já ég vona að ég komist heim, ég vil ekki vera hérna lengur, þetta var ekki mér að kenna.
Ég: Hvað meinar þú, lentir þú í einhverju hérna?
Hún: Já, ég get ekki falið það að ég er grænlensk (þetta var virkilega falleg grænlensk kona) og við urðum fyrir því að það er kallað á eftir okkur til dæmis í Kringlunni og Smáralind vegna verknaðar einhvers stráks sem ég þekki ekki einu sinni.

Ætlar fólk virkilega að haga sér svona?
Hversu miklir smáborgarar geta sumir verið?
Ég er miður mín eftir að hitta þessa konu, skil fullkomlega reiði fólks gangvart gerandanum en við skulum ekki fordæma heila þjóð.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram