Auglýsing

Fékk styrk til að læra bakarann og útskrifaðist úr Le Cordon Blue: „Þegar ég baka þá er ekkert nema ánægja sem flæðir yfir mig“

Aðalheiður Dögg Reynisdóttir, 22 ára gamall Garðbæingur, útskrifaðist sem eftirréttarkokkur (e. pastry chef) við hinn virta skóla Le Cordon Bleu í London. Síðastliðið ár hefur hún verið í starfsnámi hjá Michelin-stjörnu veitingastaðnum Pollen Street Social í London en flutti heim í desember og starfar nú á Moss veitingastaðnum í Bláa Lóninu.

Aðalheiði hafði alltaf dreymt um að vinna sem bakari og lauk námi í bakaraiðn við Hótel- og matvælaskólann, auk þess að ljúka á sama tíma prófi sem iðnstúdent frá Menntaskólanum í Kópavogi. Hún hlaut styrk úr Hvatningarsjóði iðnnema sem auðveldaði henni að láta drauminn rætast.

Hvatningasjóður iðnnema er samstarfsverkefni Kviku og Samtaka iðnaðarins og hefur það að markmiði að efla umræðu og vitund um mikilvægi iðn- og starfsnáms og þýðingu starfa sem því tengjast fyrir íslenskt atvinnulíf. Markmið sjóðsins er að styrkja ímynd iðnnáms og starfa sem því tengjast og efla áhuga og vitund grunnskólanema, foreldra, atvinnurekenda og almennings á mikilvægi iðnnáms. Sérstök áhersla er lögð á að auka hlutfall kvenna í iðnámi og eru konur sérstaklega hvattar til að skoða þau tækifæri sem bjóðast.

Styrktarfjárhæð Hvatningarsjóðs iðnnema er 5 milljónir króna árlega í þrjú ár. Styrkirnir skiptast árlega í þrjá eins milljóna króna styrki og fjóra 500 þúsund króna styrki. Ávallt verður litið til kynjahlutfalla við mat á umsóknum og úthlutun styrkja og leitast við að hafa þau jöfn. Við úthlutun skal a.m.k. helmingi styrkja úthlutað til kvenna. Hér má lesa nánar um Hvatningasjóð iðnema á heimasíðu Kviku.

Þessi grein er kynning í samstarfi við Kviku.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing