Börnin í aðalhlutverki í nýju myndbandi GKR—„SKROLLA“

Auglýsing

Rétt í þessu—sumsé klukkan 9 í morgun (28. júní)—frumsýndi íslenski rapparinn GKR myndband við lagið SKROLLA á Youtube (sjá hér að ofan). Myndbandinu leikstýrðu þau Álfheiður Marta og Magnús Andersen. Álfheiður starfar sem auglýsingaleikstjóri hjá Sagafilm og leikstýrði t.a.m. myndbandi CLUBDUB við lagið Eina sem ég vil. Magnús Andersen hefur leikstýrt myndböndum fyrir Vök, JFDR og Birgi. 

Magnús Andersen: https://magnusandersen.co.uk/ 

Álfheiður Marta: https://sagafilm.is/alfheidur-marta-kjartansdottir

Auglýsing

Eins og fram kemur í fréttatilkynningu sem fylgdi útgáfunni fjallar myndbandið, að miklu leyti, um æskuna og breytta tima. Þá koma fjölmörg börn við sögu í myndbandinu, eins og sjá má, en að sögn Magnúsar Andersen skapaði viðvera barnanna einstaklega skemmtilega stemningu á setti.

Þess má einnig geta að stórfyrirtækið COMPANY 3 í New York sá um litaleiðréttingu á myndbandinu:

„Joseph Bicknell—góðvinur minn og einstaklega hæfileikaríkur grade-ari—sá um litaleiðréttinguna en hann hefur litaleiðrétt tónlistarmyndbönd fyrir A$AP Rocky og auglýsingar fyrir Nike og Mercedes. “

– Magnús Andersen

Að lokum má þess geta að Reykjavik Raincoats, RUSH garðurinn, Cheerios, Höldur Bílaleiga, Subway, Fisherman, Búllan og Black Box lögðu verkefninu lið.

Áhugasamir geta einnig hlýtt á lagið á Spotify.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram