Jimmy Fallon leikur sér að hári Donald Trump

Í gærkvöldi var Donald Trump sérstakur gestur Jimmy Fallon í spjallþættinum The Tonight Show. Forsetaefni Repúblikanaflokksins var hinn almennilegasti og undir lok viðtalsins gaf hann þáttastjórnandanum leyfi til þess að rugla í hárinu sínu:

„Eigum við að gera eitthvað sem yrði forsetanum ósæmandi?“ spurði Fallon kumpánlegur.

„Mér líst ekkert á þetta,“ svaraði Trump en bætti svo við: „Svarið er Já en ég vona að fólkið í New Hampshire sem ég er að fara hitta á eftir láti sér ekki bregða.“

Ekki voru allir áhorfendur ánægðir með þessi samskipti Fallon og viðskiptajöfursins umdeilda og lýstu margir gremju sinni yfir nálgun þáttastjórnandans á Twitter:

Áhugavert er að skoða atvikið í ljósi hlaðvarpsþáttarins The Satire Paradox í seríunni Revisionist History sem rithöfundurinn Malcolm Gladwell stýrir. Í þættinum fjallar Malcolm Gladwell um hversu þversagnakenndar satírur nútímans geta verið og gagnrýnir hann meðal annars bandaríska satíruhöfunda fyrir að taka þarlenda stjórnmálamenn vettlingatökum í samanburði við háðsádeiluhöfunda annars staðar í heiminum.

Auglýsing

læk

Instagram