Sprenghlægileg upplifun erlends ferðamanns á Íslandi (myndband)

Bandaríkjamaðurinn Steven Suptic stýrir samnefndri Youtube rás sem státar sig af hartnær 800,000 áskrifendum.

Auglýsing

Fyrir nokkrum dögum síðan sendi hann frá sér myndband undir yfirskriftinni This is What a Vacation in Iceland is Like (sjá hér fyrir ofan).

Myndbandið hefur verið skoðað rúmlega 70.000 sinnum og virðast aðdáendur Suptic vera sérdeilis ánægðir með myndbandið ef marka má athugasemdir manna á Youtube.

Eitt fyndnasta atriðið í myndbandinu, að mati SKE, er vélsleðaferð Suptic en á einum tímapunkti ferðarinnar segir leiðsögumaðurinn Björn við hópinn: „I
assume that no one can pronounce the name Björn.“ Svarar Suptic siðan
skorinort:

„You’re absolutely right, Peter!“

– Steven Suptic

Einnig má segja að tilraunir Suptic og kærustu hans til þess að bera fram íslensk staðarheiti séu mjög fyndinn:

Svínafellsjökull – Skin-sin-jizz
Smyrlabjörg – Smyr-la-borg
Snæfellsjökull – Snæ-fe-göru-gang-gang
Landsbankinn – Land-shark-bank-kids
Nonnabiti – No-no-bitties

Endir myndbandsins er sérstaklega fallegur.

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing