Styttist óðum í nýja plötu frá Anderson .Paak: „Ventura“

Aðeins eru nokkrir mánuðir liðnir frá því að bandaríski tónlistarmaðurinn Anderson .Paak gaf út plötuna Oxnard (platan kom út 16. nóvember 2018)Þrátt fyrir það tilkynnti .Paak nýverið að ný plata væri væntanleg næstkomandi föstudag, 12. apríl. 

Platan ber titilinn Ventura og eru gestasöngvarar plötunnar ekki af lakari taginu. André 3000 (Outkast), Nate Dogg heitinn og Smokey Robinson koma allir við sögu á plötunni. Þess má einnig geta að Anderson .Paak og hinn síðastnefndi gáfu nýverið út myndband við lagið Make It Better (sjá hér að ofan) sem verður að finna á plötunni.

Í fyrrnefndri tilkynningu sagðist Anderson .Paak ekki ætla láta aðdáendur sína bíða í svona langa tíma aftur: 

„Það liðu þrjú ár á milli útgáfu platnanna Malibu og Oxnard … Vitaskuld mun ég ekki láta ykkur bíða svo lengi aftur.“

– Anderson .Paak

Lagalisti Ventura er svohljóðandi:

1. “Come Home” (feat. André 3000)
2. “Make It Better” (feat. Smokey Robinson)
3. “Reachin’ 2 Much” (feat. Lalah Hathaway)
4. “Winners Circle”
5. “Good Heels” (feat. Jazmine Sullivan)
6. “Yada Yada”
7. “King James”
8. “Chosen One” (feat. Sonyae Elise)
9. “Jet Black” (feat. Brandy)
10. “Twilight”
11. “What Can We Do?” (feat. Nate Dogg)

Hér fyrir neðan er svo sjöunda lag plötunnar, King James. Lagið er tileinkað körfuboltamanninum Lebron James.

Auglýsing

læk

Instagram