„​Takkarnir festust niðri.“​ – Nýtt frá Stefáni Elí og Ivan Mendez

Auglýsing

Fréttir

Síðastliðinn 16. febrúar gáfu tónlistarmennirnir Ivan Mendez og Stefán Elí út nýtt lag. Lagið ber titilinn Say You Love Me Now og er aðgengilegt á Spotify (sjá hér að ofan).

Er þetta í fyrsta skipti sem tónlistarmennirnir leiða hesta sína saman. Ivan Mendez er forsprakki hljómsveitarinnar Gringlo en hefur einnig gefið út efni undir eigin nafni.

Auglýsing

Nánar: https://ske.is/grein/akureyring…

Rúmt ár er liðið frá því að Stefán Elí gaf út sitt fyrsta lag en hann pródúserar og gefur út Hip Hop tónlist undir eigin nafni. 

Nánar: https://ske.is/grein/hinn-akure…

Líkt og fram kom í viðtali við vefsíðuna Menn.is á lagið rætur að rekja til gamals Yamaha skemmtara:

„Takkarnir eiginlega festust niðri og ég sat uppi með eitthvað statískt orgel ‘sound.’ Það var eitthvað við hjóðið sem kveikti hugmynd svo ég fór að vinna með hljómasamsetningar og melódíur. Ég tók síðan upp myndband á símann minn og nokkru seinna sýndi ég Stefáni það. Nokkrum klukkutímum síðar var hann búinn að senda mér fyrsta uppkastið af laginu. Ég var mjög hrifinn af þessari skilvirkni, enda er Stefán einn duglegasti tónlistarmaður sem ég hef starfað með.“

– Ivan Mendez (menn.is)

Aðdáendur geta búist við meira efni frá Stefáni og Ivan á næstu misserum, bæði sameiginlegu og í sitthvoru lagi. Stefán stefnir að því að gefa út plötu í byrjun apríl og Ivan vinnur nú hörðum höndum að sinni fyrstu sólóplötu. Einnig hyggst hljómsveitin Gringlo gefa út nýja plötu á árinu.

Nánar: https://menn.is/ivan-mendez-og-…

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram