Kafteinn Hafsteinn og Trausti Laufdal sýna að það er von

Rapparinn Kafteinn Hafsteinn og Trausti Laufdal úr hljómsveitinni Lokbrá sendu frá sér lagið Von fyrir ekki alllöngu. Textan segist Hafsteinn hafa skrifað til að koma sér upp úr þunglyndi en hann hefur glímt við þann djöful í nokkurn tíma.

Í textanum bendir hann hlustendum á að það sé alltaf von þrátt fyrir að útlitið geti sýnst grátt. Stundum er vonin það besta sem maður á.

Hafsteinn segir að þeir félagar séu á fullu að taka upp efni og nýtt lag sé væntanlegt í júlí, þó að hann vilji ekki alveg segja til um nákvæmlega hvenær.

Auglýsing

læk

Instagram