Maddie Ziegler frábær í nýju myndbandi Sia

Auglýsing

Söngkonan Sia gaf út myndband við lagið The Greatest á mánudaginn. Myndbandið skartar ungstirninu Maddie Ziegler sem fjölmiðlamenn vestanhafs hafa nú uppnefnt „myndbandsmúsu“ („video muse“) Sia. Myndbandinu er leikstýrt af Sia sjálfri og Daniel Askill.

Í upprunalegu útgáfu lagsins rappar Kendrick Lamar erindi í laginu en búið er að klippa erindi rapparans út í myndbandsútgáfunni (upprunalega útgáfuna má streyma á Spotify).

The Greatest er fyrsta lagið sem Sia gefur út frá því að platan This Is Acting kom út í janúar. Sia leggur í tónleikaferðalag í haust til þess að kynna plötuna og er þetta fyrsta stóra tónleikaferðalag söngkonunnar frá 2011. Ferðalagið hefst 29. september í Seattle.

Auglýsing

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram