„Það er samt ekkert svona erfitt að ná í mig.” – Birnir

Auglýsing

SKE: Í rappheiminum hefur slanguryrðið “co sign” sérstaka merkingu, sumsé
það að ábyrgjast trúverðugleika eða gæði annars rappara, eða það að leggja
blessun sína yfir hann (hugtakið rekur rætur sínar til fjármálaheimsins, þar
sem orðið merkir að „Skrifa undir ásamt öðrum, einkum sem ábyrgðarmaður
á skuldaviðurkenningu.”) Í gegnum tíðina hafa nokkrir reynsluboltar innan 
rappheimsins vestan hafs co-sign” fyrir aðra upprennandi rappara: 
Kanye West fyrir Big Sean, Dr. Dre fyrir Kendrick Lamar, Drake fyrir The Weeknd, o.s.frv. Nýverið má segja að rapparinn Birnir hafi fengið veglegt 
co-sign frá þekktum listamönnum innan íslensku rappsenunnar en í myndbandi við lagið Sama tíma, sem kom út í síðustu viku, getur að líta Aron Can, Sturla Atlas og Jóhann Kristófer, sem allir virðast co-sign-a” fyrir Birni með nærveru sinni. SKE heyrði í Birni og spurði hann nánar út í lagið, tónlistina og hvers vegna það er svona erfitt að ná í hann.

SKE: Sæll, Birnir. Hvað er helst í fréttum?

Birnir: Sælir, ekki mikið í rauninni. Lagið komið út og svona, ég er mjög ánægður með það.

Auglýsing

SKE: 13.000 ,views’ á þremur dögum: Það er ágætt.

Birnir: Já – ég er mjög sáttur við viðtökurnar.

SKE: Í viðtali við blaðamann hjá Vísi (S/O á Stebba) kemur fram að þema lagsins sé, að einhverju leyti, hversu erfitt það er að ná í þig (Vildi hitta á mig, en þú veist aldrei hvar ég er / fjólubláir drykkir, þú veist aldrei hvort ég fái mér /). Hvers vegna er svona er erfitt að ná í þig?

Birnir: Haha, ég veit það ekki alveg. Vinir mínir tala stundum um það hvað það getur verið erfitt að ná í mig. Þegar Stebbi var að reyna ná í mig fyrir viðtalið var ég símalaus þannig það small einhvern veginn saman að það væri erfitt að ná í mig.

SKE: Ef þú yrðir að lýsa sjálfum þér sem karakter í bandarískri Hollywood mynd, hvernig myndi sú lýsing hljóða?

Birnir: Þetta er fáránlega erfið spurning, kannski Benicio del Toro í The Usual Suspects. Það er mjög fyndið.

SKE: Okkur skilst að það sé annað myndband á leiðinni? Geturðu sagt okkur eitthvað um það?

Birnir: Það á allt saman bara eftir að koma í ljós; ég er á fullu að vinna í fleira dóti.

SKE: Hvaða lag eða listamaður hefur haft hvað mestu áhrif á þig og hvers vegna?

Birnir: Úff, það er svo mikið af listamönnum sem hafa haft áhrif á mig. Ég get ekki einu sinni byrjað að telja þá upp.

SKE: Hvað veitir þér innblástur?

Birnir: Ég hef oft fengið innblástur úr bíómyndum, úr mismunandi tónlist, svo veitir fjölskyldan mín mér mikinn innblástur og vinir mínir og drifið sem þeir hafa til þess að vera betri í því sem þeir gera.

SKE: Ef þú gætir endurupplifað eitthvað eitt augnablik í lífinu, hvaða augnablik yrði fyrir valinu?

Birnir: Ég held að ég hafi ennþá ekki upplifað þetta augnablik.

SKE: Ætlarðu að koma fram á einhverjum tónleikum á næstunni?

Birnir: Já, ég er að spila á Húrra núna á laugardaginn með fullt af „homies” – það verður veisla. Annars er ég ekki með neina aðra tónleika „lined up.”

SKE: Hvernig er að fá co-sign frá Can, Sturla og Joey Christ?

Birnir: Við erum allir mjög góðir vinir en þetta kom í rauninni til þannig að ég bað Jóa og Benna um að hjálpa mér að skjóta myndbandið. Jói stakk upp á því að þeir yrðu allir í myndbandinu – í jakkafötum og massa „boss” á því. Það var geðveikt fyndið og endaði á því að virka mjög vel.

SKE: Ef þú mættir velja fyrirsögn þessarar greinar – hvaða fyrirsögn yrði fyrir valinu?

Birnir: „Það er samt ekkert svona erfitt að ná í Birni.”

SKE: Eitthvað að lokum?

Birnir: “S/O to the boys.”

(SKE þakkar Birni kærlega fyrir spjallið og hvetur lesendur til þess að mæta á Stagedive Fest á Húrra næstkomandi laugardag, 11. mars.)

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram