Brasilísk kona mætir með lík í banka í von um að það fengi lán

Sá ótrúlegi atburður átti sér stað í Rio de Janeiro að kona mætti í banka með lík eldri manns í hjólastól og reyndi að taka lán upp á um 450 þúsund íslenskar krónur.

Konan náði þó ekki að blekkja gjaldkerann sem sá að augljóslega var ekki allt með felldu, þrátt fyrir að konan talaði við líkið og reyndi að skrifa undir fyrir hans hönd eftir að hafa sagt honum ítrekað að skrifa undir án árangurs.

Þrátt fyrir að gjaldkerinn benti á að það væri greinilega eitthvað að manninum þrætti konan fyrir og var lögregla kölluð til. Lögreglan staðfesti að maðurinn hefði verið látinn í að lágmarki tvær klukkustundir áður en hún keyrði hann inn í bankann.

Lögreglumaðurinn sagðist aldrei hafa séð neitt þessu líkt þrátt fyrir 22 ára starfsreynslu.
Myndband af þessum ótrúlega atburði má sjá hér fyrir neðan.

 

Auglýsing

læk

Instagram