today-is-a-good-day

Dyggasti Domino's-aðdáandi landsins fékk óvænt ellefu pizzur með flugi heim til Egilsstaða

Array

Matgæðingurinn Oddur Logi Reynisson er að eigin sögn dyggasti aðdáandi-Domino‘s á landinu. Hann hefur reglulega samband við pizzustaðinn og óskar eftir því að útibú sé opnað á Egilsstöðum, þar sem hann býr — hann hyggst meira að segja hefja undirskriftasöfnun, málefninu til stuðnings.

Domino’s ákvað að koma Oddi á óvart og sendi pizzuveislu með flugi til hans til Egilsstaða. Athugið að okkur á Nútímanum finnst þetta bara skemmtilegt, Domino’s greiddi ekki fyrir þessa umfjöllun.

Þar sem Oddur býr á Egilsstöðum þarf hann að ferðast til Reykjavíkur eða Akureyrar til að fá uppáhaldsmatinn sinn. „Ég hef haft þann ávana að fá mér pizzu við og við,“ segir hann.

En það er samt ekki vani því að ég og fjölskylda mín þurfum að ferðast í þrjá tíma til að geta fengið okkur Domino‘s pizzu.

Samkvæmt upplýsingum frá Domino’s voru ellefu pizzur bakaðar í Domino‘s á Hjarðarhaga og mættar á Egilsstaði rúmri klukkustund seinna. Anna Fríða Gísladóttir, markaðsstjóri Domino‘s, farþegar sett upp undrunarsvip þegar pizzusendill gekk upp í vél. Hún segir að Egilsstaðir séu færast ofarlega á lista yfir mögulegar staðsetningar og þakkar Oddi og félögum hans fyrir það.

Horfðu á myndband sem Domino’s framleiddi hér fyrir neðan

Auglýsing

læk

Instagram