today-is-a-good-day

Þorsteinn Guðmundsson gefur grænt ljós á nýja pítsu hjá Domino’s

Anna Fríða Gísladóttir, markaðsstjóri hjá Domino’s, sagði frá því á Twitter í gær að hún væri að reyna að finna nafn á nýja pítsu sem er með ólífum. Hún var í vandræðum en það eina sem henni dytti í hug væri Ólífur Ragnar.

Fylgjendur Önnu voru gífurlega ánægðir með nafnið sem vísar í frægan skets úr Áramótaskaupinu árið 2006 sem Þorsteinn Guðmundsson skrifaði og lék í með Jóni Gnarr.

Sjá einnig: Kristófer fékk Ólívur á blaði frá sjálfum Þorsteini Guðmundssyni: „Ég sel þetta aldrei”

Brynja Garðarsdóttir sagði að pítsan yrði að verða að veruleika og þá sagði Anna að til þess þyrfti hún að fá grænt ljós frá Þorsteini sjálfum. Þorsteinn var ekki lengi að bregðast við kallinu.

Þrátt fyrir að Anna hafi fengið margar frábærar uppástungur voru flestir sammála um að nafnið Ólífur Ragnar væri það besta. Þorsteinn vildi þó hafa það Ólífur Ragnar Grímsson frekar en bara Ólífur Ragnar.

Árni Torfason var ánægður með niðurstöðuna en hann sagði að nú væri næsta skref að fá Þorstein til þess að leika í auglýsingunni. „Eða Ólaf Ragnar. Örugglega ekkert að gera hjá honum,” svaraði Henrý Þór.

Dominos setti skoðanakönnun á Twitter í kjölfarið og úrslitin koma ekki á óvart

Hér má sjá fleiri skemmtilegar uppástungur af nöfnum á pítsuna

Auglýsing

læk

Instagram