Ekki fara út úr húsi, hér eru sex frábær myndbönd til að horfa á í storminum

Array

Nútíminn gerði á dögunum samstarfssamning við framleiðslufyrirtækið Skot um framleiðslu á myndböndum. Við erum búin að framleiða allskonar myndbönd og það er tilvalið að renna yfir þau nú þegar Almannavarnir vilja að við séum inni.

Hér fyrir neðan eru sex frábær myndbönd til að stytta ykkur stundirnar.

 

▶️ Nútímafólk með Örnu Báru

Fyrirsætan Arna Bára Karlsdóttir segist alltaf hafa verið með rosalega stóra drauma og langað að gera rosalega mikið í lífinu.

▶️ Þegar Kristín fór á sjálfkeyrandi bíl upp í Mosó

kristinp

Nýjasta uppfærslan í Tesla-rafbílnum er nokkurs konar sjálfstýring. Ansi magnað. Kristín Pétursdóttir, útsendari Nútímans, tók sénsinn og lét bílinn keyra sig frá miðborginni upp í Mosfellsbæ og til baka.

▶️ Eva kynnti sér mínimalíska lífsstílinn

evaruza1

Þúsundir eru hópi áhugafólks um mínimalískan lífsstíl á Facebook. Hópurinn hefur vaxið gríðarlega hratt og virðast sífellt fleiri vilja einfalda líf sitt með því að eiga aðeins það sem gefur lífinu gildi.

▶️ Pétur prófað svifbretti í Kringlunni

bretti

Svifbrettin, sem svífa reyndar ekki, hafa verið bönnuð í New York. Þau sem eru gripin á slíkum brettum í borginni gætu þurft að greiða um sex þúsund króna sekt. Engin lög ná utan um brettin á Íslandi þannig að við sendum Pétur Kiernan, útsendara Nútímans, í Kringluna að prófa.

▶️ Þegar Steinar hitti Þorgrím Þráinsson

thorgrimurthorgr

Eins og flestir vita þá er Þorgrímur á leiðinni í forsetaframboð á næsta ári. Steinar Ingi Kolbeins, útsendari Nútímans, hitti Þorgrím og spjallaði við hann um bókina og forsetaframboðið. Sjáðu viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.

▶️ Þegar enginn talaði hjá Loga

logi2

Hvað ef Logi Bergmann myndi fá til sín þrjá gesti sem myndu ekki segja orð? Það yrði einhvern veginn svona. Við tókum fyrir þátt Gísla Marteins um daginn og fólk varð því að fá Loga líka.

Auglýsing

læk

Instagram