Auglýsing

Rúrik kominn með milljón fylgjendur á Instagram

Rúrik Gíslason er kominn með milljón fylgjendur á Instagram. Sigurför hans á Instagram virðist engan endi ætla að taka en eins og frægt er orðið sló hann í gegn í leiknum gegn Argentínu og síðan þá hefur flygjendahópur hans hundraðþúsund faldast.

Þegar Rúrik kom inná völlin í leik Íslands og Argentínu fyrir rúmri viku, laugardaginn 16. júní síðastliðinn, var hann með 30 þúsund fylgjendur á Instagram. Hann náði milljóninni í gærkvöldi og þar með fjölgaði fylgjendum hans um 970 þúsund á einni viku.

Sjá einnig: Bjóða upp á að veðja á hversu marga fylgjendur Rúrik fær á Instagram

View this post on Instagram

☀️☀️☀️?️ #holiday

A post shared by Rurik Gislason (@rurikgislason) on

BBC Sport fjallar um frægðarför Rúriks og lýsir honum sem blöndu af Chris Hemsworth og Brad Pitt með keim af Channig Tatum. Ekki amalegur félagsskapur þar á ferð.

Í greininni er einnig bent á að hann sé nú kominn með fleiri fylgjendur en íbúafjöldi Ísland og allir samfélagsmiðlar Knattspyrnusambandsins samanlagt.

Myllumerkið sexyrurik er einnig orðið vinsælt á Twitter en landsliðsmaðurinn Kári Árnason fær heiðurinn af því

https://twitter.com/Bryony_Spencer/status/1010197883461799936

Rúrik hefur verið sérstaklega vinsæll hjá Suður-Amerískum konum sem margar hverjar játa ást sína á honum í athugasemdum við myndirnar hans. Eftir að brasilíska leikkonan Gabriella Lopes spurði fylgjendur sína „Hvernig er mögulegt að vera svona sætur?“ og argentíska leikkonan Gimena Accardi fylgdi honum á Instagram varð síðan allt vitlaust. Síðan þá hefur Rúrik verið hlutgerðum af konunum og hataður af körlunum.

Sjá einnig: Rúrik hlutgerður af argentískum konum og hataður af argentískum körlum: „Ég skal hugga þig“

Rúrik er nú komin í hóp vinsælustu Íslendinganna á Instagram og er á pari við Björk Guðmundsdóttur söngkonu en með aðeins færri fylgjendur en Hafþór Júlíus Björnsson og Crossfit-konurnar Ragnheiður Sara og Katrín Tanja sem eru öll þrjú með rúmlega eina milljón fylgjenda.

Ætli Rúrik sé ekki bara komin með starf í fyrirsætubransanum þegar fótboltaferlinum lýkur?

View this post on Instagram

Enjoying Miami

A post shared by Rurik Gislason (@rurikgislason) on

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing