Ostabrauðstangir með hvítlauk

Hráefni:

 • 2 1/2 dl volgt vatn
 • 1 1/2 tsk þurrger
 • 1 tsk hunang eða önnur sæta
 • 5 1/2 dl hveiti
 • 3/4 tsk sjávarsalt
 • 1 msk ólívuolía
 • 1 msk bráðið smjör
 • 1 hvítlauksgeiri rifinn niður
 • 2 dl rifinn mozzarella ostur
 • 1 msk parmesanostur
 • 1 msk þurrkað basil eða ítalskt krydd
 • salt, pipar og hvítlaukssalt eftir smekk

1. Setjið vatn, ger og hunang í hrærivélarskál. Hrærið þar til gerið og hunangið leysast alveg upp. Látið standa í 10 mín þar til blandan fer að freyða.

2. Bætið síðan hveiti, salti og ólívuolíu saman við og hrærið á meðalhraða í um 7 mínútur. Deigið á að verða mjúkt en ekki klístrað. Má bæta 1 msk í einu af hveiti ef þarf.

3. Takið aðra skál og smyrjið aðeins að innan með olíu. Setjið deigið yfir í skálina,breiðið yfir skálina og leyfið þessu að hefast í 1 1/2 – 2 tíma. Takið síðan deigið úr skálinni og hnoðið það í kúlu og látið standa aftur í um 20 mín.

4. Fletjið deigið út á ofnplötu. Blandið saman smjöri og hvítlauk í skál og penslið síðan blöndunni á deigið. Dreifð mozzarella, parmesan og kryddum jafnt yfir deigið. Gott er að skera þetta síðan með pizzahníf í “brauðstangir” áður en þetta fer inn í ofninn. Setjið þetta síðan í 180 gráðu heitann ofn í um 10-12 mínútur eða þar til þetta er farið að gyllast.

Auglýsing

læk

Instagram