60 umsóknir um stöðu forsetaritara

Örnólfur Thorsson hefur sinnt starfi sínu sem ritari forsætaembættisins í 21 ár. Nú mun hann hverfa til annarra starfa og sóttu 60 einstaklingar um að taka við stöðu hans.

Háskólamenntun sem nýtist í starfi auk fjölþættrar reynslu af stjórnun, störfum á alþjóðavettvangi, mannauðsstjórnun og stefnumótun, auk leiðtogahæfni og færni í mannlegum samskiptum, eru á meðal hæfniskrafa umsækjanda.

Á meðal umsækjanda eru Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, Agnar KofoedHansen, sem sat meðal annars í stjórn Arion banka og Afl sparisjóðs, Auðbjörg Ólafsdóttir, yfirmaður samskipta hjá Marel, Ásgeir B. Torfason, fyrrverandi lektor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, Glúmur Baldvinsson, stjórnmálafræðingur og sonur Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra, Guðjón Rúnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja og Kristján Guy Burgess, stjórnmálafræðingur.

Hér fyrir neðan má sjá heildarlista umsækjenda:

  • Agnar Kofoed-Hansen ráðgjafi
  • Andrés Pétursson, stjórnandi Nordplus
  • Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra
  • Auðbjörg Ólafsdóttir, yfirmaður samskipta
  • Auður Ólína Svavarsdóttir deildarstjóri
  • Ásgeir Sigfússon framkvæmdastjóri
  • Ásgeir B. Torfason rekstrarhagfræðingur
  • Ásta Sól Kristjánsdóttir umsjónarmaður
  • Ásta Magnúsdóttir lögfræðingur
  • Bergdís Ellertsdóttir sendiherra
  • Birgir Hrafn Búason yfirlögfræðingur
  • Birna Lárusdóttir upplýsingafulltrúi
  • Björg Erlingsdóttir sveitarstjóri
  • Dagfinnur Sveinbjörnsson stjórnmálahagfræðingur
  • Davíð Stefánsson stjórnsýslufræðingur
  • Davíð Freyr Þórunnarson menningarstjóri
  • Finnur Þ. Gunnþórsson hagfræðingur
  • Gísli Ólafsson tæknistjóri
  • Gísli Tryggvason lögmaður
  • Glúmur Baldvinsson leiðsögumaður
  • Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, starfandi yfirmaður samvinnusviðs mannréttindastofnana Evrópuráðsins
  • Guðjón Rúnarsson lögmaður
  • Guðný Káradóttir verkefnastjóri
  • Guðrún Björk Bjarnadóttir framkvæmdastjóri
  • Guðrún E. Sigurðardóttir menntaskólakennari
  • Gunnar Þór Pétursson prófessor
  • Gunnar Þorri Þorleifsson kennari
  • Hanna Guðfinna Benediktsdóttir framkvæmdastjóri
  • Hans F. H. Guðmundsson fulltrúi
  • Hildur Hörn Daðadóttir framkvæmdastjóri
  • Hreinn Pálsson sendifulltrúi
  • Ingibjörg Ólafsdóttir framkvæmdastjóri
  • Jóhann Benediktsson markaðsstjóri
  • Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir deildarstjóri
  • Jörundur Kristjánsson forstöðumaður
  • Kristján Guy Burgess stjórnmálafræðingur
  • Lilja Sigrún Sigmarsdóttir viðskiptastjóri
  • Magnús K. Hannesson sendifulltrúi
  • Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður
  • Margrét Hauksdóttir forstjóri
  • Matthías Ólafsson markaðsstjóri
  • Monika Waleszczynska viðskiptastjóri
  • Nína Björk Jónsdóttir sendifulltrúi
  • Pétur G. Thorsteinsson varaprótókollstjóri
  • Rósa Guðrún Erlingsdóttir sérfræðingur
  • Salvör Sigríður Jónsdóttir móttökuritari
  • Sif Gunnarsdóttir skrifstofustjóri
  • Sigríður Helga Sverrisdóttir kennari
  • Sigrún Lilja Guðbjartsdóttir framkvæmdastjóri
  • Sigurður Nordal, hagfræðingur og fyrrverandi framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands
  • Sigurjón Sigurjónsson verkefnastjóri
  • Sigurjóna Sverrisdóttir framkvæmdastjóri
  • Sólveig Kr. Bergmann samskiptastjóri
  • Stefán Vilbergsson verkefnisstjóri
  • Steinar Almarsson leiðsögumaður
  • Urður Gunnarsdóttir stjórnmálafræðingur
  • Valdimar Björnsson fjármálastjóri
  • Þorgeir Pálsson sveitarstjóri
  • Þorvaldur Víðisson biskupsritari
  • Þóra Ingólfsdóttir forstöðumaður
Auglýsing

læk

Instagram