Áskorun – Ný þáttaröð!

Auglýsing

Áskorun er ný þáttaröð á Sjónvarpi Símans í umsjón Gunnlaugs Jónssonar, knattspyrnu- og dagskrárgerðarmanns.

 Í þáttunum er rætt við afreksfólk í íþróttum sem hefur með einstöku hugarfari og þrautseigju sigrast á ólíkum áskorunum í gegnum lífið, innan vallar og utan. Áhorfendur kynnast viðmælendum í sínu náttúrulega umhverfi og fá að sjá hliðar sem fáir ef nokkrir þekkja, að baki sögum sem flestir hafa heyrt; kynnast manneskjunni undir búningnum. Rætt er við samstarfsfólk, fjölskyldu og vini og kafað undir yfirborðið í sögu hvers og eins.

Áskorun fer í loftið næstkomandi fimmtudag, 16. apríl.

Fyrsti viðmælandi er knattspyrnuþjálfarinn Elísabet Gunnarsdóttir sem flutti til Svíþjóðar eftir stormasaman feril hér heima og nú segir hún okkur sína sögu.

Auglýsing

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram