Auglýsing

Áslaug vill leggja niður mannanafnanefnd

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, dóms­málaráðherra, hyggst mæla fyrir frumvarpi á Alþingi í dag, sem felur í sér róttækar breytingar á mannanafnalögum. Eru þær breytingar meðal annars þær að mannanafnanefnd verði lögð niður.

Í færslu á Twitter segir Áslaug að ef frumvarpið verði að lögum muni fólk hafa frelsi til að bera það nafn sem það kýs og engin hámörk verði á fjölda nafna fólks. Þá geti fólk einnig tekið upp nýtt ættarnafn. Í þessari sömu færslu kallar hún eftir reynslusögum fólks sem er ósátt við núverandi kerfi.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing