Daði Freyr sýnir tónleikarútuna með frábæru lagi

Tónlistarmaðurinn Daði Freyr er um þessar mundir staddur á Bretlandseyjum en það markar upphaf tónleikaferðalags um Evrópu og Bandaríkin. Þar mun hann koma fram í hinum ýmsu borgum, allt frá Liverpool til Dallas. Hér er hægt að sjá hvar hann mun koma fram í Evrópu og Bandaríkjunum.

En hvernig fer hann á milli staða í Evrópu? Jú, hann hefur tekið á leigu ótrúlega flotta „tónleikarútu“, ef svo mætti að orði komast, en hann ákvað á dögunum að sýna aðdáendum sínum aðstöðuna í rútuna eins og honum er einum lagið.

Þetta er virkilega skemmtilegt lag sem þú vilt ekki missa af!

@dadimakesmusic

I’m on tour now!

♬ original sound – Daði Freyr

Auglýsing

læk

Instagram