„Það er allt í gangi í desember – með hraðprófum og sprittun megum við skemmta okkur og fá allt það burlesk sem við fórum á mis við á árinu sem er að líða. Á næstu tveimur vikum stend ég fyrir ótrúlega skemmtilegum sýningum og er eitthvað fyrir allt burleskáhugafólk,“ segir Margrét Erla Maack, en hún stendur fyrir kabarettsýningum í desember.
Jólasukkið í Þjóðleikhúskjallaranum: Jólalegur matur og kabarettsýning. Óli Gústa sér um matseðilinn og er hann gríðarlega girnilegur og sama á við um skemmtiatriðin á sviðinu. Sýningar eru:
10. desember (örfá sæti laus)
11. desember aukasýning.
17. desember
18. desember (örfá sæti laus)
Matseðill og miðasala hér
11. des: Burlesk & bröns á Hótel Holt.
Fullkomin leið til að byrja laugardag í miðborginni. Svífðu svo á burleskvængjum í jólainnkaupin. Fullkomið. Glæsilegt brönshlaðborð Holtsins og burleskhlaðborð holdsins.
Miðasala hér
13. des: Jóla-Búkalú í Húsi Máls og menningar.
Hús Máls og menningar breytist eina kvöldstund í sveittan kabarettklúbb. Hægt er að kaupa gólfmiða eða ódýrari svalamiða. Besta mánudagskvöldið á aðventunni!
Miðasala hér