Elín Hirst opnar sig: „Það hefur bæði verið meðgjöf og mótlæti”

Auglýsing

Elín Hirst blaðamaður á Fréttablaðinu og sjónvarpskona á Hringbraut er í forsíðuviðtali nýjustu Vikunnar sem kemur út í dag. Elín var næstum daglegur gestur á heimilum landsmanna um árabil þar sem hún sagði þeim fréttir á Stöð 2. Hún tók sér tíu ára hlé frá fjölmiðlum, sem hún segir hafa verið kærkomið, en er nú snúin aftur.

Í viðtalinu ræðir Elín meðal annars um fjölmiðlastarfið, hvernig hún ákvað að hætta að stunda skemmtanalífið á sínum tíma, skilnaðinn við eiginmann sinn til 35 ára og sögu Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur sem Elín segir hafa fært okkur ljósár fram í tímann með því að segja sögu sína.

Eins og gengur um þá sem hafa verið áberandi í íslenska mannlífinu rataði það á vefmiðlana fyrir rúmum tveimur árum þegar Elín skildi við eiginmann sinn til 35 ára. „Ég held það sé aldrei beinlínis auðvelt að ganga í gegnum skilnað,“ segir Elín. „Það er erfitt og tekur á tilfinningalega. Við vorum hins vegar bæði sammála um að þetta væri rétt ákvörðun og það er svo gott þegar fólk er sammála um að það sé komið að leiðarlokum í hjónabandinu. Svo hlýtur það auðvitað líka að vera auðveldara þegar börnin eru orðin fullorðin, það er örugglega flóknara þegar lítil börn eru inni í myndinni. Það er allt í góðu á milli mín og fyrrverandi mannsins míns. Ég get því miður ekki sagt þér neitt krassandi,“ segir hún eftir stutta umhugsun og brosir við.

„Ég er búin að sjá það í gegnum mitt líf að fólk allt í kringum mig glímir við alls konar verkefni í lífinu. Þau eru misstór og misjafnlega skemmtileg en mér sýnist alla vega ef ég bara lít í kringum mig að það sé enginn sem glímir ekki við eitthvað verkefni. Mér finnst ég hafa sloppið þokkalega miðað við suma og er bara mjög ánægð með það sem ég hef fengið í lífinu. Það hefur bæði verið meðgjöf og mótlæti en sem betur fer hefur meðgjöfin verið það sem situr eftir hjá mér í sálinni. Það gerir það að verkum að ég vakna á morgnana og er spennt að takast á við daginn.“

Auglýsing

Lesa má viðtalið í fullri lengd á vef Birtings.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram