Eru skapandi greinar til ? Opin málstofa Háskólans á Bifröst

Er skapandi hugsun takmörkuð við eina atvinnugrein? Hefur listræn sköpun eitthvað með viðskipti að gera? Eru „skapandi greinar“ hugtak sem fólk skilur? Þetta og margt fleira verður rætt í opinni málstofu sem Háskólinn á Bifröst stendur fyrir og fer fram í tveimur hlutum dagana 18. og 25.  maí nk. 

Háskólinn á Bifröst býður upp á BA nám í skapandi greinum sem er ný námslína og sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Málstofunni er ætlað að opna umræðuna um þennan mikilvæga og ört vaxandi atvinnuveg en um leið að veita innsýn í það nýjasta sem er að gerast í rannsóknum á skapandi greinum. 

Fyrri fyrirlesarinn er Stuart Cunningham prófessor emeritus  við Queensland University of Technology og leiðandi alþjóðlegur fræðimaður í skapandi greinum. Hann tilheyrir þeim hópi fræðimanna sem fyrst settu fram hugtakið í lok síðustu aldar og hefur verið mikilvirkur í rannsóknum og bókaskrifum um skapandi greinar alla tíð síðan. Erindi sitt kallar hann: „How coherent is the creative industries as a category and a sector? Eða: „Hversu heildstæðar eru skapandi greinar sem skilgreining og atvinnuvegur?“ Seinni fyrirlesarinn er Erna Kaaber blaðamaður og MA nemi í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst. Erindi hennar nefnist: „Menningarstefna Íslands og skapandi greinar“ 

 Anna Hildur Hildibrandsdóttir kvikmyndagerðarkona og fagstjóri skapandi greina og Njörður Sigurjónsson prófessor og forseti félagsvísindadeildar Háskólans á Bifröst halda utan um umræður.  

Málstofan fer fram í húsnæði Háskólans á Bifröst á Suðurlandsbraut 22 og á netinu og stendur yfir frá klukkan 9 – 11 þriðjudaginn 18.5. og þriðjudaginn 25.5. Rástefnan hentar einkar vel þeim sem hyggja á BA nám í skapandi greinum. Fyrir þá sem eru skráðir í nám í skólanum veitir málstofan 2 einingar. 

 Skráningar fara fram hér 

Auglýsing

læk

Instagram