Auglýsing

Ezra Miller ferðast um Ísland

Bandaríski leikarinn Ezra Miller er um þessar mundir á ferðalagi um Ísland. Samkvæmt heimildum Vísis var hann staddur í Borgarnesi í gær ásamt félaga sínum og leiðsögumanni. Á norðlenska vefnum Kaffið.is kemur fram að Miller hafi verið mættur til Akureyrar um kvöldið þar sem hann hafi meðal annars skellt sér út að borða.

Miller hefur leikið í kvikmyndum á borð við The Perks of Being A Wallflower, We Need To Talk About Kevin og The Stanfor Prison Experiment. Þá fer hann með hlutverk ofurhetjunnar The Flash í DC kvikmyndaheiminum auk þess að leika í Fantastic Beasts myndunum úr Harry Potter heiminum.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing