Auglýsing

Kláraði sína fyrstu plötu á Íslandi

Tónlistarkonan Coco Reilly gefur út samnefnda plötu, sína fyrstu, í gegnum sitt eigið útgáfufyrirtæki Golden Wheel Records. Coco, sem er jöfnum höndum söngkona, lagahöfundur, hljóðfæraleikari og kvikmyndatónskáld, bjó í Los Angeles áður en hún flutti tímabundið til Íslands í sumar til að vinna að kvikmyndatónsmíðum. Hún ílengdist hér og nýja umhverfið gaf henni innblástur og drifkraft til að gefa loks þetta persónulega og tímalausa verk út.

Tónlist hennar er þegar byrjuð að vekja athygli en Rolling Stone tónlistartímaritið valdi lagið „Oh Oh My My“ sem „lag sem þú þarft að þekkja“ og lýsti því sem blöndu af Fiona Apple, Air, George Harrison og Flaming Lips. Þá hafa miðlar á borð við Under the Radar, NYLON og  Brooklyn Vegan fjallað lofsamlega um plötuna.

Heildarhugmyndin á bak við plötuna er að kafa ofan í merkingu sannleikans, bæði á persónulegum og pólitískum nótum. Sögurnar koma frá hennar eigin reynsluheimi, þar á meðal frá endalokum langtímasambands, en vísa líka í núverandi pólitískt ástand og hvernig sífellt meiri misvísandi upplýsingaflæði á samfélagsmiðlum hefur í raun skapað tvo mismunandi veruleika sem lifa samtímis í bandarísku þjóðarvitundinni.

Lögin „Be True“ og „Mirror“ komu út fyrir stuttu og lýsir Coco þeim þannig: 

„Mirror hefur alltaf birst eins og stuttmynd í huga mér. Með hverju viðlaginu þá fjarlægist myndavélin áhyggjufulla hausinn minn og heildarmyndin fer að birtast, sem minnir mig á það ég ég er bara lítið stykki í stóra púslinu.“

„Þetta eru skilaboð, ekki síst til mín sjálfrar.“ segir Coco um lagið „Be True“.  „Ef ég get ekki verið sönn sjálfri mér hvernig get ég ætlast til að aðrir séu það? Þessi heimur gerir okkur auðvelt fyrir að sópa hlutum undir teppið í stað þess að rífa plásturinn af og afhjúpa sannleikann sem leynist undir niðri. Við getum ekki byggt betri heim ef við erum ekki tilbúin að taka hann fyrst í sundur. „Be True“ er líka um að reyna að komast að kjarna sannleikans og fylgja sinni eigin réttlætiskennd óháð því hver eða hvaða öfl eru í kringum mig, en að sama skapi að mæta öðru fólki með samkennd og opnum huga. Við erum sífellt að liðast meira í sundur sem samfélag af því að við erum svo föst í okkar andstæðu skoðunum. Við ættum að hætta að ráðast á hvort annað, opna aftur fyrir samskiptaleiðir og tengjast aftur á manneskjulegan hátt.“   

Platan er fallegt hugarfóstur sem fór í gegnum margar umbreytingar og var tekin upp þrisvar sinnum áður en Coco var sátt við hljóðheiminn sem hún skapaði. Hún spilar á gítar, flautu og upptökustýrði plötunni ásamt Jerry Bernhardt sem spilar einnig inn á hana ásamt Dom Billet (trommur), Ian Ferguson (gítar), Erin Rae (söngur) og Will Brown (hljómborð). Platan var tekin upp á hinum ýmsu stöðum en upptökum lauk í Battle Tapes studio í Nashville vorið 2017. Coco flutti til Los Angeles til að klára útgáfuna en henni seinkaði enn frekar þegar samtöl við útgáfufyrirtæki drógust á langinn. Hún kláraði loks að hljóðblanda- og jafna plötuna með Alberti Finnbogasyni í Reykjavík og gefur hana nú út sjálf. Þar með fylgir hún sínum eigin ráðleggingum um að stærstu hindranirnar geta verið mikilvægustu skrefin í átt að breytingu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing