Lést með Covid-19

Karlmaður á áttræðisaldri lést á gjörgæslu Landspítalans á síðasta sólarhring.

Landspítalinn er á neyðarstigi og liggja nú alls 37 sjúklingar þar inni með COVID-19. Þrír eru á gjörgæslu, allir í öndunarvél. Meðalaldur innlagðra er 63 ár.

Frá upphafi fjórðu bylgju, 30. júní 2021, hafa verið 366 innlagnir vegna COVID-19 á Landspítala.

Auglýsing

læk

Instagram