„Núna er ekk­ert annað að gera en að rífa sig upp“

Auglýsing

„Mér fannst vanta smá neista í þetta hjá okk­ur í dag,“ sagði Viggó Kristjáns­son, leikmaður ís­lenska karla­landsliðsins í hand­knatt­leik, í sam­tali við RÚV eft­ir 30:27-tap gegn Slóven­íu í mill­iriðli 1 á Evr­ópu­mót­inu í Mal­mö í dag. Þetta kom fram á vef Mbl

„Mér fannst þeir ekk­ert betri en við og þeir eru ekki með betra lið en við að mínu mati. Markmaður­inn þeirra varði vissu­lega mjög vel og Dean Bombac reynd­ist okk­ur erfiður þótt mér hafi fund­ist við ráða bet­ur við hann í seinni hálfleik þegar við bökkuðum aðeins. Hann náði samt alltaf að finna liðsfé­laga sína og troða sér í gegn og heilt yfir var þetta bara ekki nægi­lega gott af okk­ar hálfu.“

Viggó átti frábæra innkomu í seinni hálfleik þar sem hann skoraði 5 mörk.

„Ég náði að nýta fær­in sem ég fékk og ég er sátt­ur með það. Að sama skapi er ég virki­lega svekkt­ur með að hafa tapað þess­um leik því þetta voru tvö mik­il­væg stig. Núna er ekk­ert annað að gera en að rífa sig upp,“ bætti Viggó við.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram