Auglýsing

Ólafur Darri til liðs við Severance

Undirbúningur er hafinn á annarri þáttaröð Apple TV+ syrpunnar Severance og er útlit fyrir að stórleikarinn Ólafur Darri Ólafsson verði á meðal nýrra andlita í hópnum. Frá þessu er meðal annars greint á Deadline og er þar vitnað í tilkynningu frá streymisrisunum.

Þættirnir Severance hafa hlotið jákvæðar viðtökur víða um heim og hlutu alls 14 tilnefningar til Emmy-verðlauna, en með aðalhlutverkin í þáttunum fara Adam Scott, Patricia Arquette, John Turturro, Britt Lower, Zach Cherry, Dichen Lachman, Jen Tullock, Tramell Tillman, Michael Chernus og Christopher Walken.

Hermt er að ofannefndir leikarar snúi allir aftur í annarri þáttaröð en auk Ólafs má eiga von á nýjum gestum á borð við Gwendoline Christie (Game of Thrones), Bob Balaban (The Chair), Merritt Wever (Godless), Aliu Shawkat (Search Party), Robby Benson (Beauty and the Beast) og Stefano Carannante (Mirabilia).

Sería tvö verður gefin út á næsta ári.

 

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing