Ron Jeremy á yfir höfði sér allt að níutíu ára fangelsi

Klámmyndastjarnan Ron Jeremy hefur verið ákærður fyrir að nauðga þremur konum og ráðast á þá fjórðu. Fréttamiðillinn BBC greinir frá þessu

Hann er sakaður um að hafa ráðist á konurnar á árunum 2014 til 2019 og eru meint fórnarlömb á aldrinum 25 til 46 ára.

Jeremy sem er 67 ára gamall er eitt af stærstu nöfnunum í klámmynda heiminum og hefur hann komið fram í yfir tvö þúsund slíkum myndum á síðustu fjórum áratugum. Ef hann verður fundinn sekur á hann yfir höfði sér fangelsi í allt að níutíu ár.

Auglýsing

læk

Instagram