Auglýsing

„Það væri geggjað að vera fyrsti Íslendingurinn sem lætur ramma sig inn“

„Ég hef alveg spáð í því að taka Yakuza-hefðina og láta húðfletta sig. Setja húðina í ramma,“ segir flúrarinn Ólafur Laufdal í þættinum „Blekaðir“ á hlaðvarpsveitunni Brotkast. Þar ræddi Ólafur við félaga sinn og kollega Dag Gunnar um hvað hann vildi gera þegar hann fer yfir móðuna miklu.

„Það væri geggjað að vera fyrsti Íslendingurinn sem lætur ramma sig inn. Setja bara inn á Þjóðminjasafnið eða eitthvað,“ segir Ólafur sem virðist í raun og veru hafa virkilega spáð í þessu

Fullt af liði í formalíni

„Þetta er dálítið creepy sko, ég sá nefnilega…þú ert að tala um þar sem þetta er þurrkað og strengt upp í ramma. Ég sá í Amsterdam fyrir einhverjum árum – þá fórum við á safn í einhverjum skóla þarna. Þar var allskonar dót í krukkum. Afmynduð börn með vatnshöfuð og síamstvíburar og höfuð af manni – allskonar svona creepy djók. Þar var fullt af flúrum – þá var búið að skera bút af hendinni á gæja, eldgamalt frá sjóræningjum og eitthvað,“ segir Dagur Gunnar sem veltir því fyrir sér hvort það þurfi að sækja um sérstakt leyfi til að gera þetta.

„Leyfi? Þú örugglega þarft ekkert leyfi. Þú gefur það bara sjálfur. Þetta er þinn skrokkur og þín húð og þú ræður hvað er gert við þig,“ segir Ólafur.

Hvað er „Blekaðir“ ?

Ef þú ert með húðflúr og langar að fá þér fleiri eða ef þú ert bara forvitin/n um þennan leyndardómsfulla listamannaheim sem flúrlistin er og ef þú ert ekki að fylgjast með þættinum „Blekaðir“ á hlaðvarpsveitunni Brotkast þá þarftu að hysja upp um þig.

Dagur Gunnar og Ólafur Laufdal eru listamennirnir á bakvið þættina en það eru nánast ekki til svæði á líkamanum sem annar hvor þeirra hefur ekki flúrað.

Nútíminn fékk góðfúslegt leyfi til að birta brot úr þættinum.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing