Auglýsing

„Við elskum þig pabbi“ – Breska konungsfjölskyldan heiðrar feður í tilefni alþjóðlega Feðradagsins

Alþjóðlegi Feðradagurinn er í dag, 16. júní og frægasta fjölskylda heims, breska konungsfjölskyldan, hélt upp á hann með tveimur hjartnæmum færslum á samskiptamiðlinum Instagram.

Börn Vilhjálms prins, prinsarnir George og Louis og Charlotte prinsessa sendu föður sínum falleg skilaboð í tilefni dagsins með sinni fyrstu færslu á samfélagsmiðlum.

„Við elskum þig pabbi“. Skilaboðin voru einföld en falleg og þeim fylgdi svo mynd af Vilhjálmi með börnum sínum þremur sem kona hans, Kate Middleton tók fyrr á þessu ári.

Sjálfur birti Vilhjálmur mynd af sér þar sem hann er barnungur og brosandi að spila fótbolta með föður sínum í tilefni dagsins.

Vilhjálmi með föður sínum Karli Bretakonungi

Nútíminn óskar feðrum til hamingju með alþjóðlega Feðradaginn þó svo að sá íslenski sé  ekki fyrr en 10. nóvember.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing