Sjáðu Ladda í nýju hlutverki – Myndbrot!

Auglýsing

Klippa úr þáttaröðinni Jarðarförin mín þar sem Þórhallur Sigurðsson leikur dauðvona mann sem ætlar að skipuleggja og vera viðstaddur sína eigin gala jarðarför. Öll þáttaröðin er væntanleg á morgun miðvikudaginn 8.apríl í Sjónvarp Símans Premium og fyrsti þáttur verður sýndur í opinni dagskrá á Páskadag í Sjónvarpi Símans.

Jarðarför­in mín er ljúfsár en al­vöru­gef­in þáttaröð með Þór­halli Sig­urðssyni í aðal­hlut­verki. Hún fjall­ar um mann sem grein­ist með ólækn­andi heila­æxli sama dag og hann kemst á eft­ir­laun. Hann hef­ur eytt síðustu ára­tug­un­um í til­gangs­lausa rútínu, fjar­lægst fjöl­skyldu sína og ekki lifað líf­inu sem skildi. Nú eru tvær vik­ur áður en hann fer í skurðaðgerð sem mun að öll­um lík­ind­um draga hann til dauða. 

Hann ákveður að bæta upp fyr­ir tapaðan tíma með því að halda sína eig­in gala jarðarför og vera sjálf­ur viðstadd­ur. Það er samt ekki eins ein­falt og það hljóm­ar. Fyrr­ver­andi eig­in­kon­an, einka­son­ur­inn og tengda­dótt­ir­in hafa lít­inn skiln­ing fyr­ir þess­um áform­um, hvað þá barna­barnið sem dýrk­ar afa sinn og get­ur ekki hugsað sér að missa hann. Svo flæk­ist málið enn frek­ar þegar ást­in blómstr­ar á ný milli hans og fyrr­ver­andi kær­ustu en hún er ein­mitt prest­ur­inn sem á að jarðsyngja hann. 

Auglýsing

Framleidd af Glassriver Productions

Hugmynd: Jón Gunnar Geirdal

Leikstjóri: Kristófer Dignus

Handritshöfundar: Kristófer Dignus, Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir, Jón Gunnar Geirdal, Ragnar Eyþórsson, Sóli Hólm og Baldvin Z.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram