Auglýsing

Bjarni Benediktsson fundar með Afstöðu um fangelsismál

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fundaði nýlega með formanni og varaformanni Afstöðu en Afstaða er félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun.

Á Facebook síðu Afstöðu segir að fundurinn hafi haft þann tilgang að upplýsa ráðherra um stöðu mála í fangelsismálum Íslandi með áherslu á endurhæfingu og aðstandendur fanga.

Það er trú Afstöðu að ljóst sé að vandamál í fangelsiskerfinu verði ekki leyst undir stjórn eins ráðuneytis heldur þurfi fleiri ráðuneyti að koma að þessum málum svo vel sé að staðið.

Einnig segir að þrýst hafi verið á stjórnvöld að flýta breytingum á lögum um fullnustu og að styðja betur við hugmyndafræði Afstöðu þar sem markmiðið sé að fækka endurkomum í fangelsin.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing