Breska lögreglan biðst afsökunar. Sökuðu mann um að vera „gyðingur á almannafæri“

Breska lögreglan hefur beðist afsökunar fyrir óviðeigandi framkomu í mótmælum sem haldin voru til stuðnings Palestínu er þeir vísuðu manni af svæðinu fyrir að vera gyðingur.

Gideon Falter var viðstaddur mótmælin þegar lögreglumaður kom upp að honum og sagði honum að nærvera hans ögraði mótmælendum. Þegar Gideon spurði hvað hann væri sekur um svaraði lögreglumaðurinn honum að hann væri „quite openly jewish“.

Forsætisráðherra Bretlands segir framkomuna óásættanlega og krefst þess að rannsókn verði hafin á hvernig slíkt gat gerst og koma í veg fyrir annað eins í framtíðinni.

Fulltrúar samtaka gyðinga í Englandi munu funda með yfirmönnum lögreglunnar á næstunni til að fara yfir málið.

Talsmaður forsætisráðherra sagði í viðtali við BBC að lögreglan verði að njóta trausts fólksins í landinu.

 

 

Auglýsing

læk

Instagram