Lögreglan tilkynnir breyttan útivistartíma barna

Lögreglan tilkynnti í gær um breyttan útvistartíma barn sem tekur gildi 1. maí. Í tilkynningu segir að frá og með 1. maí mega börn 12 ára og yngri ekki vera úti eftir kl. 22 og börn 13-16 ára mega ekki vera úti eftir miðnætti.

Þessi útvistartími gildi til 1. september en þá taka aftur gildi sömu reglur og voru að breytast, en fram að 1. maí máttu börn 13 ára og yngri einungis vera úti til kl. 20 og 13-16 ára vera úti til kl. 22.

Lögreglan tekur fram að miðað er við fæðingarár þegar kemur að útivistartímum, ekki afmælisdag.

Lögreglan hvetur foreldra til að vera samtaka í að fylgja þessum reglum eftir

Auglýsing

læk

Instagram