Eldsvoði við Grensásveg: Búið að rýma fyrirtæki

Mikill eldsvoði er nú í atvinnuhúsnæði við Fellsmúla. Búið er að rýma fyrirtæki á fyrstu hæð hússins sem snýr að Grensásvegi. Þar er meðal annars Pizzan til húsa.

Þessi ljósmynd var tekin fyrir nokkrum mínútum á vettvangi en fjölmennt lið lögreglu- og slökkviliðsmanna eru á svæðinu. Búið er að loka Fellsmúlanum og fara slökkvistörf nú fram.

Ekki er vitað á þessari stundu hvort eldurinn sé að ná að dreifa úr sér.

Uppfært 18:05: Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu hefur verið kallað út. Eldurinn kviknaði inni á dekkjaverkstæði N1 en hefur nú dreift úr sér

Uppfært 18:13: Fjöldi fólks er að fylgjast með brunanum en það hefur nú verið beðið um að halda sig fjarri.

Uppfært 18:16: Dökkan og þykkan reyk leggur frá brunanum. Fyrirtæki á svæðinu eru beðin um að loka gluggum. Reykurinn er stórhættulegur en dekk eru talin brenna nú inni á dekkjaverkstæði N1.

Uppfært 18:29: Mikinn reyk leggur frá þaki dekkjaverkstæðisins. Slökkviliðinu gengur bærilega að slökkva eldinn, hefur einangrað eldinn við tvö bil. Ekki er vitað að svo stöddu í hverju nákvæmlega kviknaði í.

Mynd sem var tekin 18:42 og séð frá hringtorginu í Skeifunni.

Auglýsing

læk

Instagram