Auglýsing

Forsetaframbjóðanda hótað barsmíðum

Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að fara í framboð til forseta Íslands og jafnvel sitjandi forseti, Guðni Th. Hefur sagt kosningabaráttuna hafa verið harkalega.

Forsetaframbjóðandinn Viktor Traustason hefur fengið að kynnast þessari hörku af eigin raun en hann var gestur í þættinum Götustrákar á streymisveitunni Brotkast.

Forsetaframbjóðandinn Viktor Traustason

Viktor var spurður á almannafæri hvaða álit hann hefði á ákveðnum hópi fólks en þegar hann svaraði að hann vildi ekki segja álit sitt á spurningunni virðist spyrjandinn hafa misskilið svarið og reiðst mikið við það og hótað að ganga í skrokk á honum.

Viktor segir að hann hafi svarað að hann vilji ekkert ræða álit sitt utan hvað valdsvið forseta myndi fela í sér en að spyrjandinn hafi tekið því svo að hann hafi verið að tala niður til hópsins.

Hann segir að hann hafi fengið á tilfinninguna að spyrjandinn hafi haft gaman af vera með ógnandi tilburði en að vinir hans hafi náð að róa ástandið og Viktor þannig komið sér út úr aðstæðum.

Hægt er að horfa á brot úr viðtalinu hér fyrir neðan en til að horfa á allan þátinn getur þú tryggt þér áskrift að streymisveitunni Brotkast.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing