Auglýsing

Fyrrum fjölbreytileikafulltrúi Facebook og Nike dæmd í fimm ára fangelsi fyrir fjársvik og þjófnað

Barbara Furlow-Smiles hefur verið sakfelld fyrir fjársvik, þjófnað og mútuþægni og dæmd í fimm ára fangelsi en hún starfaði sem fjölbreytileikafulltrúi hjá risa samsteypunum Facebook (nú Meta) og Nike.

Smiles var sakfelld fyrir að hafa stolið 4.9 milljónum dollara, en það eru um 680 milljónir íslenskra króna. Hún falsaði reikninga, notaðist við skúffufyrirtæki og þáði mútur, allt til að fjármagna lúxus lífsstíl sinn í Kaliforníu.

Hún nýtti sér stöðuna sína sem svokallaður fjölbreytileikafulltrúi eða ‚DEI leader‘ (DEI stendur fyrir ensku orðin Diversity, Equity og Inclusion) til að stinga fénu undan.

Saksóknari hafði krafist sex og hálfs árs fangelsi yfir Smiles en dómaranum þótti rúm fimm ár vera næg refsing.

Smiles byrjaði störf sín hjá Facebook 2017 samkvæmt CNBC en var rekin þaðan fyrir áðurnefndan þjófnað um mitt ár 2021. Þrátt fyrir brottreksturinn fékk hún starf sem yfir-fjölbreytileikafulltrúi hjá íþróttarisanum Nike en þar hélt hún fyrri iðju áfram þar til komst upp um hana í febrúar 2023.

Smiles mun hefja afplánun sína 22. júlí á þessu ári.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing