Auglýsing

Gamlir Kuklarar verða að Pöddu

Hljómsveitin Paddan sem skipuð er þeim Sigtryggi Baldurssyni og Birgi Mogensen hefur nú sent frá sér sína fyrstu plötu, Fluid Time, á vínyl og streymisveitum.

Plötuútgáfan Lovitt Records í Washington DC gefur út plötuna og er henni dreift víða um heim.

Áður en Fluid Time kom út hafa lögin Bug og Splash þegar komið út á streymisveitum.

Bæði lögin hafa vakið nokkra athygli á tónlistar vefsíðum eins og á Magnet Magazine og Reykjavik Grapevine svo dæmi séu nefnd;

„Paddan is a sonic powerhouse. Their debut single “Bug” is an eclectic composition of sticky rhythms, Talk Talk-esque guitars and graceful krautrock“

Útvarpsstöðin KCRW í Los Angeles var með Bug sem lag dagsins í forspilun þann 29. febrúar síðastliðinn og sagði í umsögn sinni:

„Paddan’s debut EP, Fluid Time, is inspired by the perception of time and space, with compositions that fill the ether with inspiration from free-form jazz and the punk aesthetics of their youth.”

Þeir félagar Sigtryggur og Birgir eru æskuvinir úr Kópavogi og hafa átt litríkan feril sem tónlistarmenn. Þeir voru meðal annars saman í hinni goðsagnakenndu hljómsveit KUKL sem gerði garðinn frægan í Evrópu um miðjan níunda áratug síðustu aldar.

Paddan er samstarfsverkefni þeirra og leika þeir á öll hljóðfæri og sjá um upptökur og upptökustjórn, en fengu til liðs við sig sem gesti þá Þorleif Gauk Daviðsson á munnhörpu og fetilgítar í tveimur lögum, Bug og Vaguely og Eirík Orra Ólafsson á trompet í Splash.

Lögin voru hljóðblönduð af Árna Hjörvari Árnasyni og Alberti Finnbogasyni.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing