Handtekinn á Grensásvegi: Stóð ekki í lappirnar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út rétt fyrir hádegi í dag en þeim barst tilkynning um mjög ölvaðan mann á Grensásvegi. Blaðamaður Nútímans var fyrir tilviljun staddur á vettvangi og sá þegar maðurinn, í félagi við annan mann, féll kylliflatur á andlitið en í sömu andrá kom lögreglan aðvífandi.

Félagi ölvaða mannsins var einnig undir áhrifum en gatstigið í lappirnar. Það sama verður þó ekki sagt um ölvaða manninn en það var algjört þrekvirki hjá lögreglunni að ná honum í bifreið embættisins. Félaginn var þó ekki sáttur við afskipti lögreglu. Það varð til þess að kallaður var út liðsauki og kom hann stuttu síðar, bæði á ómerktri bifreið og lögreglubifreið af stærri gerðinni til þess að flytja ölvaða manninn í fangaklefa á Hverfisgötu.

Einn var ökumaður handtekinn vegna gruns um akstur án ökuréttinda og undir áhrifum fíkniefna. Sá var vistaður í fangaklefa vegna rannsóknar á umferðaróhappi og eignatjóni sem átti sér stað fyrr um daginn. Þá fékk annar að gista fangaklefa í dag vegna þjófnaðar og ölvunar.

Auglýsing

læk

Instagram